Giggó Premíum

Giggó er frábær vettvangur fyrir giggara af öllu tagi. Þar má taka eitt og eitt gigg í mánuði, redda smá aukavinnu um kvöld og helgar eða hreinlega gigga í fullu starfi.
Fagfólk, iðnaðarmenn og aðrir sem nota Giggó að staðaldri sjá fljótt að þar má hafa nóg að gera. Ef þú ert með fimm stjörnur í einkunn þá er Giggó Premíum eitthvað sem þú ættir 100% að skoða.
Forgangur að verkefnum ⭐⭐⭐⭐⭐
Giggarar með Premíum aðild fá forskot á aðra í sama bransa. Um leið og nýtt gigg er auglýst þá mælum við með Premíum giggurum með þá hæfni sem óskað er eftir.
Láttu sjá þig! ⭐⭐⭐⭐⭐
Premíum aðild gerir giggara sýnilegri á Giggó. Það hefur sýnt sig í umtalsvert fleiri giggum til þeirra sem hafa skráð sig nú þegar.
Frítt í mánuð ⭐⭐⭐⭐⭐
Giggarar sem ekki hafa nýtt sér ókeypis prufuáskrift að Giggó Premíum fá fyrsta mánuðinn frítt. Hægt er að gera hlé á áskrift eða segja henni upp hvenær sem er.
1.990 kr. á mánuði ⭐⭐⭐⭐⭐
Premíum áskrift er frábær kostur fyrir alvöru giggara. Aukinn sýnileiki og forgangur að giggum gefur forskot að fleiri kúnnum sem sjá strax að hjá þér má fá örugga og faglega þjónustu.
Fylgstu með á Giggó
Giggó er enn ein snilldin úr smiðju Alfreðs og kærkomin viðbót við valkostina á íslenskum vinnumarkaði. Við erum alltaf að þróa og bæta appið okkar og vefinn með það fyrir augum að búa til gott samfélag og fleiri tækifæri fyrir verktaka, einyrkja og giggara af öllu tagi. Fylgstu með hér á blogginu til að sjá hvernig þjónustan vex og þroskast. Og ef þú ert með hugmyndir eða ábendingar fyrir okkur skaltu endilega senda okkur línu á giggó@alfred.is