7 góð ráð til að redda næsta giggi

1. Pimpaðu upp prófílinn þinn

Gefðu þér tíma í að fínpússa prófílinn þinn. Veldu góða ljósmynd og gættu þess að lýsingin á þér sé fagmannleg og traustvekjandi. Ef textinn er fullur af innsláttar- eða stafsetningarvillum þá getur það virkað eins og þú vandir ekki til verka. Passaðu að prófílinn þinn sé rétt taggaður og gefi skýra mynd af þeirri hæfni sem þú býrð yfir. Það hjálpar okkur að benda þér á þitt næsta gigg.

2. Sýndu hvað þú getur

Verkefnamappan þín er sýningargluggi þar sem þú getur raðað inn myndum af fyrri afrekum, t.d. fyrir-og-eftir myndum af vel heppnuðum framkvæmdum. Ef þú ert ljósmyndari þá sýnir þú auðvitað glæsilegar ljósmyndir og svo getur þú sett inn hlekki á vefsíður sem sýna hvað þú getur. Góð Verkefnamappa getur verið lykillinn að næsta giggi. 

3. Auðkenndu þig 

Með því að staðfesta prófílinn þinn með rafrænum skilríkjum skapar þú traust við tilvonandi viðskiptavini. Það er mikilvægt að fólk viti að á hinum endanum er raunveruleg persóna. Með því að auðkenna þig rafrænt eykur þú samstundis líkurnar á að fá verkefni í gegnum Giggó. Ef þú ert ekki með rafræna auðkenningu nú þegar þá skaltu ganga í málið hið fyrsta. 

4. Frábær verðhugmynd

Verðmiðinn skiptir miklu í öllum viðskiptum. Ef þú rukkar tímakaup þá borgar sig að láta það koma fram. Þú getur líka sett fram verðhugmyndir og dæmi um hvað þú tekur fyrir tiltekin verk. Ef þú átt enn eftir að landa fyrsta gigginu þá gæti borgað sig að stilla tímakaupinu í hóf. Ódýr þjónusta er ein leið til að koma sér á kortið. Þú getur svo endurskoðað tímakaupið þitt þegar boltinn er byrjar að rúlla. 

5. Ertu með vottun, meistari? 

Ef þú ert með sveinspróf eða meistarabréf í þínum bransa þá er það algjört gull. Fagmenntun er eftirsótt á Giggó og um að gera að flagga henni. Ef þú ert með skráningu á lista fyrir útgefin sveinsbréf eða meistarabréf í þinni iðn þá er einfalt og þægilegt að tengja það við prófílinn þinn. Ef fólk hefur val þá verður fagþekkingin oftast fyrir valinu.

6. Taktu frumkvæðið og svaraðu hratt

Í stað þess að smella bara á „Sækja um gigg“ skaltu fylgja því eftir með skilaboðum til að opna á samtalið. Sýndu að þú hafir áhuga og hvernig þú getir leyst þetta verkefni. Láttu vita hvenær þú ert laus í verkefnið og svaraðu fljótt og vel ef kúnninn sýnir áhuga. Stilltu appið á tilkynningar svo þú getir brugðist við öllum skilaboðum á nóinu. 

7. Mundu að kalla eftir umsögn

Þú þarft ekki að óttast það að óska eftir umsögn að loknu góðu giggi. Það skilja það allir að stjörnur og umsagnir skipta máli. Reynslan sýnir að giggarar með góða stjörnugjöf eiga meiri séns á giggi og góð umsögn getur gert kraftaverk. 

Stundum þarf bara eitt gigg til að gæfan snúist þér í hag. Og auðvitað eiga fleiri skilið að njóta þinna hæfileika. Byrjaðu að leggja grunn að næsta giggi strax í dag.