Gigg – hvað er nú það?
Létt og lipur redding
Tökuorðið gigg hefur verið fastur liður í íslensku talmáli í nokkra áratugi. Hugtakið barst til Íslands með rokktónlist og poppmenningu úr ensku. Í enskumælandi löndum á giggið sér lengri sögu og var fyrr á öldum m.a. notað yfir léttan hestvagn sem dreginn var af einum hesti eða léttabátur um borð í skipi. Gigg hefur því lengi verið notað yfir góða reddingu sem er létt og lipur.
Nýjasta giggið
Nútímavæðing orðsins tengdist framan af tónleikahaldi og skemmtunum. Nýjasta giggið er þó að nota orðið í víðari merkingu. Við notum gigg yfir smærri og stærri verkefni af öllu tagi. Að þessu leyti er Giggó hluti af alþjóðlegri þróun sem er loksins mætt til Íslands. Nú til dags heyrum við iðnaðarmenn, hönnuði, tónlistarmenn og skemmtikrafta iðulega tala um að þeir séu að gera gott gigg.
Sjálfstætt starfandi
Það hentar ekki öllum að vinna frá 9 til 17 og festa sig við eitt fyrirtæki. Mörg okkar kjósa frekar að stjórna eigin tíma og vinna sjálfstætt á eigin forsendum. Tónlistarfólk, plötusnúðar og skemmtikraftar eru dæmi um giggara sem taka að sér stök verkefni, eina kvöldstund eða part úr degi. Annað dæmi um giggara eru t.d. hönnuðir sem taka að sér uppsetningu og hönnun á bæklingum eða vefsíðum, þ.e. verkefni sem unnið er í eitt skipti fyrir umsamið verð.
Gigg eru allskonar
Flest okkar tengja gigg við poppmenningu og tónleika en í seinni tíð hefur merkingin færst yfir á allskonar verkefni sjálfstætt starfandi verktaka. Við tölum um gigg í ólíku samhengi. Giggið getur verið prófarkalestur á ritgerð eða bók; flutningsþrif eða píanóstillingar; Sorpuferð, barnapössun, aukatímar í stærðfræði, sérfræðiþjónusta eða uppgjör á bókhaldi. Það eru engin takmörk fyrir því sem hægt er að gigga. Gigg eru allskonar.
Gulu síður nútímans
Við könnumst öll við það að þurfa að leita uppi fagfólk til að redda okkur á nóinu. En hvar á þá að leita? Áður en netið varð hluti af daglegu lífi okkar opnaði fólk símaskrána og fletti upp á Gulu síðunum eða óskaði eftir aðstoð í smáauglýsingum. Það má vissulega reyna að gúggla það en með Giggó opnast ný leið til að finna giggara til að taka verkefnið að sér. Giggó er app sem þjónar álíka hlutverki og smáauglýsingar og Gulu síðurnar í símaskránni áður – bara á hraðari, einfaldari og öruggari hátt.
Auglýstu giggið
Atvinnuleitarappið Alfreð gjörbreytti atvinnuleit á Íslandi og gerði það einfaldara, hagkvæmara og skjótvirkara að leita að starfi og starfskrafti en áður þekktist. Með Giggó vill Alfreð skapa álíka vettvang fyrir smærri verkefni, íhlaupavinnu og verktöku. Giggó getur verið hentug viðbót við verkfæratösku heimilisins þar sem hægt er að finna smið, trúð eða endurskoðanda, allt eftir eðli giggsins hverju sinni. Þarftu að láta laga bankið í ofnunum eða einhvern til að skemmta í 10 ára afmæli? Auglýstu giggið á Giggó og fáðu tilboð frá þeim sem kunna til verka.
Meira gigg – minna hark
Með Giggó skapast jafnframt tækifæri fyrir fólk sem vill koma þekkingu sinni og kunnáttu í vinnu. Við höfum flest einhverjar gáfur og hæfni. Á þín hæfni heima á Giggó? Gigghagkerfi heimsins er í örum vexti og þú getur orðið hluti af því. Þeim fjölgar sem kjósa að vinna á eigin forsendum. Fjarvinna hefur opnað fyrir margvíslega möguleika á að afla sér aukatekna. Giggó er spennandi vettvangur fyrir talenta af öllu tagi. Láttu verkefnin koma til þín og njóttu þess að stýra þínum eigin tíma. Til hvers að harka meðan þú getur giggað? Náðu í appið, búðu þér til prófíl.